Gerast stofnfélagi í Gefum íslensku séns

29. janúar verður haldinn stofnfundur félags um Gefum íslensku séns í Fræðslumiðstöð Vestfjarða klukkan 17:00

Tilgangur með stofnun félagsins er að auka vitund fólks um máltileinkun íslenskunnar og stuðla með því að inngildandi samfélagi og gefa öllum íbúum séns á að nota íslenskuna við sitt hæfi miðað við aðstæður hverju sinni. Jafnframt er lögð áhersla á að vekja athygli, einkum íslenskra móðurmálshafa, á mikilvægi framlags þeirra sem almannakennara með því að styðja við formlega íslenskukennslu og styðja þannig við íslenska máltileinkun.

  • Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að stuðla að auknum möguleikum fólks í notkun íslensku á sem víðtækastan og fjölbreyttastan hátt í samfélaginu.
  • Félagið nær markmiðum sínum með því að halda viðburði sem gefa fólki tækifæri til að æfa sig í að tala íslensku.
  • Félagið nær markmiðum sínum með því að kalla almenning til ábyrgðar að miðla tungumálinu til erlendra íbúa sem hafa ekki íslenskuna að móðurmáli.
  • Félagið hyggst þróa og kynna markmið sín um land allt.
  • Starfssvæðið er allt landið og möguleiki er á starfskjörnum í öllum landshlutum.

Eftirtaldir aðilar geta verið félagar í Gefum íslensku séns

  1. Einstaklingar sem hafa náð 18 ára aldri
  2. Skólar, bókasöfn og aðrar stofnanir
  3. Lögaðilar

Hér er hægt að sækja um aðild að félaginu